Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.
Gengi á markaði
Á árinu 2022 urðu talsverðar breytingar í hluthafahópi Sýnar þegar fyrrum forstjóri félagsins Heiðar Guðjónsson seldi hlut sinn í félaginu. Fjárfestingafélagið Gavia Invest keypti hlutinn og var þar með orðið stærsti hluthafi félagsins.
Velta með bréf í félaginu árið 2022 nam rúmlega 18,2 milljörðum króna í alls 1.899 viðskiptum og er fjöldi viðskipta að aukast um 7,5% á milli ára. Mest var velta með bréf félagsins í ágúst en heildarvelta þess mánaðar nam rúmlega 4,1 milljörðum króna. Hluthafar í árslok 2022 voru 368 samanborið við 326 í lok árs 2021.
Útgefið hlutafé félagsins nam í árslok 2.684 m.kr. Hver hlutur er 10 krónur að nafnverði. Í ársbyrjun 2022 ákvað stjórn að setja í gang endurkaupaáætlun í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé félagsins. Endurkaupaáætlunin hófst með öfugu útboði þann 7. janúar sem lauk 9. janúar. Til viðbótar voru sett í gang regluleg endurkaup sem stóðu yfir frá 13. janúar til 3. mars. Félagið keypti í heild 28.064.512 hluti eða 9,47% af útgefnu hlutafé fyrir 1.860 m.kr. Á aðalfundi félagsins þann 18. mars var samþykkt tillaga stjórnar um að lækka hlutafé í samræmi við fjölda eigin hluta. Lækkunin var framkvæmd þann 12. apríl og eru útgefnir hlutir í félaginu 268.376.962 eftir lækkunina. Þann 7. nóvember hófst önnur endurkaupaáætlun sem stendur enn yfir. Endurkaupin munu að hámarki nema 4.958.678 hlutum, eða um 1,85% af útgefnum hlutum félagsins, þó þannig að fjárhæð endurkaupanna fari ekki yfir 300 m.kr. Í lok árs 2022 átti félagið 1.612.886 eigin bréf.
10 stærstu hluthafar við árslok 2022
Nafn | hlutur % |
---|---|
Gavia Invest ehf. | 15,7% |
Gildi - lífeyrissjóður | 14,03% |
Kvika banki hf. | 8,03% |
Lífeyrissjóður verzlunarmanna | 7,01% |
Arion banki hf. | 6,7% |
Lífeyrissj.starfsm.rík. A-deild | 6,64% |
Birta lífeyrissjóður | 5,11% |
Íslandsbanki hf. | 3,48% |
Fossar fjárfestingarbanki hf. | 3,32% |
Tækifæri ehf. | 2,3% |