Árið 2022

Mikilvægisgreining

Á árinu 2022 var settur á laggirnar stýrihópur í sjálfbærnimálum skipaður stjórnendum Sýnar. Hlutverk stýrihópsins er að styðja við innleiðingu Global Reporting Initiative (GRI) sjálfbærnistaðalsins. Mikilvægur þáttur í innleiðingunni felst í mikilvægisgreiningu (e. Materiality Assessment) sem felur í sér samtal við helstu hagaðila fyrirtækisins, sem og greiningarvinnu bæði innan og utan fyrirtækisins.

Mikilvægisgreiningin er unnin í samráði við Langbrók ehf. Horft er til starfsemi félagsins og þeirra áhrifa sem hún hefur á efnahag, umhverfi og samfélagið. Í framhaldi er mat lagt á hvaða þættir skipta hagaðila máli og hvað félagið ætti að leggja áherslu á varðandi upplýsingagjöf og stefnumótun í sjálfbærni til framtíðar.

Í lok árs 2022 og byrjun árs 2023 voru haldnir alls fjórir rýnihópar með starfsfólki auk þess sem tekin voru eigindleg viðtöl við lykil hagaðila. Áframhaldandi greiningarvinna mun fara fram á árinu 2023 með frekari samtali við almenning, starfsfólk, viðskiptavini, hluthafa, birgja og þjónustuaðila Sýnar.

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.