Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.
Umhverfismál
Sýn hf. hefur sett sér stefnu í umhverfismálum þar sem megináhersla er lögð á lágmarka umhverfisáhrif af starfseminni með sjálfbærni í fyrirrúmi.
Umhverfisvernd og virðing fyrir landinu er leiðarljós í stefnunni. Þannig er ávallt leitast við að framkvæmdir á vegum félagsins valdi sem minnstu umhverfisraski. Félagið fylgir eftir skýrum ferlum er varðar umsýslu og rekstur fjarskiptainnviða. Félagið hefur skýr markmið í umhverfis- og loftslagsmálum þar sem lykilþátturinn er að draga úr kolefnisfótspori starfseminnar. Sýn skrifaði undir Loftslagsyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna árið 2015 og hefur frá þeim tíma kolefnisjafnað rekstur félagsins með trjárækt í samstarfi við Kolvið. Heildarkolefnisjöfnun nam 282 tonnum fyrir árið 2022 og gróðursett voru 2820 tré. Sýn notaði vottað rafmagn frá endurnýjanlegum orkulindum Orku náttúrunnar á árinu 2022. Félagið nýtir hugbúnað frá Klöppum hf. til að taka saman árlegt umhverfisuppgjör.
Nýsköpun gegnir mikilvægu hlutverki í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í fjarskiptatækni. Kjarninn í stefnu Sýnar er að einfalda ferla og styðja við nýsköpun í átt að vistvænni framþróun. Það felst meðal annars í því að sjálfvirknivæða ferla, þróa öflugar stafrænar lausnir og innleiða nýja tækni. Þá á sér stað samstarf með viðskiptavinum, birgjum og verktökum við að þróa vörur og þjónustu til að lágmarka áhrifin sem félagið hefur á umhverfið.
Vodafone býður viðskiptavinum að koma með eldri raftæki með þjónustunni "Notað upp í nýtt". Ef tæki reynist verðlaust þá er því fargað á ábyrgan hátt í samstarfi við fyrirtækið Foxway. Samkvæmt úttekt Foxway þá kom hringrásarkerfið í veg fyrir losun á rúmlega 13 tonnum koltvísýringsígilda á síðastliðnu ári. Mikill meirihluti þeirra tækja sem var skilað inn í hringrásarverkefnið öðluðust nýtt líf, eða um það bil 70% og hin voru nýtt í varahluti og góðmálmarnir og önnur hráefni sem í þeim var að finna voru endurnýtt.
Horft er til marga leiða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda meðal annars að stuðla að betri orkunýtingu, lágmarka myndun úrgangs og efla vistvænar samgöngur. Félagið hvetur starfsfólk að nýta sér vistvænar samgöngur til og frá vinnu með því að veita samgöngustyrk.
Umhverfisþættir
Orkunotkun
Einingar | 2019 | 2020 | 2021 | 2022 | |
---|---|---|---|---|---|
Heildarorkunotkun | kWst | 10.005.610 | 9.860.132 | 9.829.905 | 9.546.568 |
Jarðefnaeldsneyti | kWst | 703.659 | 524.788 | 470.210 | 543.493 |
Heildarorkunotkun | kWst | - | - | - | - |
Rafmagn | kWst | 7.291.524 | 7.349.936 | 7.587.033 | 7.457.341 |
Hitaveita | kWst | 2.010.427 | 1.985.407 | 1.772.661 | 1.545.734 |
Kæling | kWst | - | - | - | - |
Gufa | kWst | - | - | - | - |
Bein orkunotkun | kWst | 703.659 | 524.788 | 470.210 | 543.493 |
Óbein orkunotkun | kWst | 9.301.951 | 9.335.344 | 9.359.694 | 9.003.075 |
Nasdaq: E3|UNGC: P7, P8|GRI: 302-1, 302-2|SDG: 12|SASB: General Issue / Energy Management
Orkusamsetning
Einingar | 2019 | 2020 | 2021 | 2022 | |
---|---|---|---|---|---|
Heildarorkunotkun | kWst | 10.005.610 | 9.860.132 | 9.829.905 | 9.546.568 |
Jarðefnaeldsneyti | % | 7% | 5,3% | 4,8% | 5,7% |
Endurnýjanlegir orkugjafar | % | 93% | 94,7% | 95,2% | 94,% |
Kjarnorka | % | 0% | 0% | 0% | 0% |
Nasdaq: E5|GRI: 302-1|SDG: 7|SASB: General Issue / Energy Management
Eldsneytisnotkun
Einingar | 2019 | 2020 | 2021 | 2022 | |
---|---|---|---|---|---|
Heildareldsneytisnotkun | kg | 58.911 | 43.864 | 39.322 | 45.449 |
Bensín | kg | 11.847 | 11.498 | 9.561 | 11.135 |
Díselolía | kg | 47.064 | 32.366 | 29.761 | 34.313 |
DM olía | kg | ||||
Jarðgas | kg |
Vatnsnotkun
Einingar | 2019 | 2020 | 2021 | 2022 | |
---|---|---|---|---|---|
Heildarvatnsnotkun | m³ | 64.631,4 | 65.731 | 66.357,9 | 53.171,6 |
Kalt vatn | m³ | 29.968,9 | 31.499,9 | 35.794,8 | 26.521,1 |
Heitt vatn | m³ | 34.662,5 | 34.231,2 | 30.563,1 | 26.650,6 |
Endurunnið vatn (ef við á) | m³ | ||||
Endurheimt vatn (ef við á) | m³ |
Nasdaq: E6|GRI: 303-5|SDG: 6|SASB: General Issue / Water & Wastewater Management
Samsetning raforku
Einingar | 2019 | 2020 | 2021 | 2022 | |
---|---|---|---|---|---|
Heildarnotkun raforku | kWst | 7.291.524,2 | 7.349.936,4 | 7.587.033,4 | 7.457.341,2 |
Jarðefniseldsneyti | % | - | - | - | - |
Endurnýjanlegir orkugjafar | % | 100% | 100% | 100% | 100% |
Kjarnorka | % | - | - | - | - |
Meðhöndlun úrgangs
Einingar | 2019 | 2020 | 2021 | 2022 | |
---|---|---|---|---|---|
Heildarmagn úrgangs | kg | 108.700 | 47.208 | 54.018 | 45.864 |
Flokkaður úrgangur | kg | 72.383 | 25.056 | 30.693 | 31.297 |
Óflokkaður úrgangur | kg | 36.317 | 22.152 | 23.325 | 14.567 |
Endurunnin úrgangur | kg | 49.541 | 22.972 | 30.693 | 31.205 |
Úrgangi fargað | kg | 59.159 | 24.236 | 23.325 | 14.659 |
Flokkunarhlutfall úrgangs | % | 66,6% | 53,1% | 56,8% | 68,2% |
Endurvinnsluhlutfall úrgangs | % | 45,6% | 48,7% | 56,8% | 68% |
Viðskiptaferðir
Einingar | 2019 | 2020 | 2021 | 2022 | |
---|---|---|---|---|---|
Heildarvegalengd | km | 658.136 | 79.363 | 14.294 | 102.921 |
Flugferðir | km | 658.136 | 79.363 | 14.294 | 102.921 |
Lestarferðir | km | - | - | - | - |
Rútuferðir | km | - | - | - | - |
Bílferðir | km | - | - | - | - |
Sjóferðir | km | - | - | - | - |
Meðhöndlun pappírs
Einingar | 2019 | 2020 | 2021 | 2022 | |
---|---|---|---|---|---|
Heildarþyngd prentaðs pappírs | kg | 1.566 | 1.112 | 1.008 | 801 |
Heildarmagn prentaðs pappírs | blaðsíður | 337.753 | 239.378 | 206.258 | 150.315 |
þar af litaprent | blaðsíður | 72.432 | 50.291 | 49.650 | 44.752 |
þar af svarthvít prentun | blaðsíður | 265.321 | 189.087 | 156.608 | 105.563 |
Tvíhliða | blaðsíður | 192.634 | 133.738 | 107.861 | 69.168 |
Litaprentun | % | - | - | - | - |
Svarthvít prentun | % | - | - | - | - |
Umhverfisstarfsemi
Einingar | 2019 | 2020 | 2021 | 2022 | |
---|---|---|---|---|---|
Fylgir fyrirtækið formlegri umhverfisstefnu? | já/nei | Já | Já | Já | Já- |
Fylgir fyrirtækið sérstökum úrgangs-, vatns-, orku- og/eða endurvinnslustefnum? | já/nei | Já | Já | Já | Já |
Notar fyrirtækið þitt viðurkennt orkustjórnunarkerfi? | já/nei | Nei | Nei | Nei | Nei |
Nasdaq: E7|GRI: 103-2|SASB: General Issue / Waste & Hazardous Materials Management
Loftslagseftirlit
Einingar | 2019 | 2020 | 2021 | 2022 | |
---|---|---|---|---|---|
Hefur framkvæmdastjórn yfirumsjón með og/eða stýrir loftslagstengdri áhættu? | já/nei | Nei | Nei | Nei | Nei |
Hefur stjórn þín eftirlit með og/eða stjórnar loftslagstengdri áhættu? | já/nei | Nei | Nei | Nei | Nei |
Nasdaq: E8, E9|GRI: 102-19, 102-20, 102-29, 102-30, 102-31|SASB: General Issue / Business Model Resilience, Systematic Risk Management|TCFD: Governance (Disclosure A/B)
Mildun loftslagsáhættu
Einingar | 2019 | 2020 | 2021 | 2022 | |
---|---|---|---|---|---|
Heildarfjármagn sem árlega er fjárfest í loftslagstengdum innviðum, seiglu og vöruþróun | m. ISK | 2,3 | 3,7 | 0 | - |
Nasdaq: E10|UNGC: P9|SASB: General Issue / Physical Impacts of Climate Change, Business Model Resilience|TCFD: Strategy (Disclosure A)