Ársreikningur 2022

Efnahagur og sjóðstreymi

Heildareignir og veltufjárhlutfall

Heildareignir samstæðunnar námu 33.926 í árslok og lækkuðu um 7,1% á milli ára. Lækkunin á milli ára skýrist að miklu leyti af háu handbæru fé í lok árs 2021 vegna innviðasölu og viðskiptakröfu vegna virðisaukaskatts af innviðasölu en krafan var greidd 2022. Hluti af handbæru fé var nýtt í kaup á eigin bréfum á árinu.

Veltufjárhlutfall var 1,31 í lok árs 2022 samanborið við 1,58 í lok árs 2021. Í byrjun árs 2022 keypti félagið eigin bréf fyrir 1.860 m.kr. Þegar tekið er tillit til þessa er leiðrétt veltufjárhlutfall 1,31 fyrir árið 2021.

Loading...

Eigið fé og eiginfjárhlutfall

Í lok ársins 2022 var eigið fé 9.469 m.kr. og eiginfjárhlutfall var 27,9%. Útistandandi hlutafé í lok tímabilsins nam 2.684 m.kr. samanborið við 2.964 m.kr. í árslok 2021. Líkt og var fjallað um hér að framan var endurkaupaáætlun virkjuð í byrjun árs 2022, þegar tekið er tillit til þessa er leiðrétt eigið fé 8.545 m.kr. og eiginfjárhlutfall 24,8% í árslok 2021.

Loading...

Hreinar vaxtaberandi skuldir/EBITDA

Hreinar vaxtaberandi skuldir námu 16.226 m.kr í árslok 2022 og var hlutfall þeirra á móti EBITDA hagnaði leiðréttum fyrir áhrifum innviðasölu sl. 12 mánaða 2,4.

Loading...

Fjárfestingar

Rekstrarfjárfestingar námu 1.681 m.kr. á árinu 2022 og hækkuðu um 38,5% á milli ára sem skýrist helst af auknum fjárfestingum í 5G uppbyggingu. Hlutfall fjárfestinga af tekjum var 7,3%.

Frjálst fjárflæði

Frjálst fjárflæði félagsins á árinu 2022 var 2.493 m.kr. samanborið við 9.853 m.kr. árið 2021. Innifalið í fjárfestingarhreyfingum árið 2021 var innstreymi samtals að fjárhæð 8.011 m.kr. vegna innviðasölu og sölu á hlutdeildarfélaginu Hey, sé leiðrétt fyrir þessu var frjálst fjárflæði árið 2021 1.824 m.kr.

Loading...

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.