Samfélagið og sjálfbærni

Samfélagsþátttaka

Sýn er efnahagslega og samfélagslega mikilvægt fyrirtæki sem veitir víðtæka þjónustu sem skiptir miklu máli fyrir innviði samfélagsins, samskipti fólks og rekstur fyrirtækja og stofnana.

Félagið tekur hlutverk sitt alvarlega og leggur sig fram um að vera fyrirmynd annarra í ýmsum samfélagsmálum. Það fylgir í hvívetna lögum og reglum og einsetur sér að vernda umhverfið og sýna starfsfólki sínu, birgjum og viðskiptavinum virðingu í öllum samskiptum.

Sýn styrkir fjölbreytt góðgerðarsamtök, íþróttastarf og menningu með ýmsum hætti. Stuðningur Sýnar er ýmist í formi beinna fjárhagsstyrkja, afslátta fyrir veitta þjónustu, sjálfboðastarfs, safnana eða gjafa.

Fjöldi aðila leitar til félagsins eftir stuðningi eða samstarfi ár hvert og eru ákvarðanir um styrki og samstarf teknar út frá stefnu fyrirtækisins í styrktarmálum.

Þáttur fjarskipta

Sýn vinnur náið með samhæfingarmiðstöð almannavarna og vinnur eftir neyðaráætlun félagsins er varðar náttúruvá, útföll, fjarskiptarof og þjónusturof.

Sýn hefur stutt við mikilvæg málefni er viðkemur fjarskiptum og samskiptum fólks. Þar má nefna niðufellingu alls kostnaður vegna símtala og SMS skilaboða til Úkraínu. Þannig var viðskiptavinum gert kleift að hringja og senda SMS gjaldfrjálst til ástvina sinna í Úkraínu úr heimasímum og farsímum. Þá var kostnaður vegna reiki felldur niður hjá viðskiptavinum sem staddir voru í Úkraínu. Auk þess var flóttafólki frá Úkraínu og öðrum löndum tryggð farsímaþjónustu þeim að kostnaðarlausu við komu til landsins.

Þáttur fjölmiðla og miðlun frétta í samfélaginu

Fréttastofan miðlar nokkrum sinnum á dag markverðum fréttum sem viðkemur almenningi og tengist meðal annars öryggi þeirra. Sýn framleiðir þætti sem hafa áhrif á umræðu og vitundarvakningu almennings er varðar ýmis málefni.

Pallborðið

Þegar hitamál koma upp, hvort sem það er pólitískt deilumál eða umræða meðal almennings á samfélagsmiðlum, er hvert tækifæri nýtt til að fá fólk að Pallborðinu og rökræða málin, útskýra betur málflutninginn eða koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Pallborðið er sýnt í beinni útsendingu á Vísi.

Annálar og Kryddsíld

Fréttastofa leggur mikið upp úr að gera upp árið – stærstu fréttirnar og jafnvel mál sem ekki enn eru leyst en mögulega búið að snjóa yfir. Til þess að kryfja málin og setja þau í samhengi fyrir almenning í stað einfaldrar upprifjunnar - var árið gert upp í tuttugu annálum um jafn mörg fréttamál sem sýndir voru í desember.

Á gamlársdag viðhélt fréttastofa venju sinni með því að bjóða formönnum flokkanna í Kryddsíld og gera upp árið. Í þægilegu andrúmslofti í einni glæsilegustu leikmynd sem gerð hefur verið fyrir þáttinn skapaðist gott samtal milli ráðamanna – bæði snörp umræða um pólitíkina og ögn mildari um persónuleg málefni.

Þáttur dagskrárgerðar og framleiðslu

Fjölmiðlar Sýnar gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu er varðar vitundarvakningu og umræðu um mikilvæg málefni. Miðlarnir vinna með fjölda þjónustu- og samstarfsaðila í dagskrárgerð og framleiðslu efnis.

Leitin að upprunanum

leitin að upprunanum Sigrún Ósk hefur undanfarin sex ár fylgt eftir máli Ásu Nishanthi Magnúsdóttur sem var ættleidd frá Sri Lanka árið 1985. Hún leitaði uppruna síns þar í landi árið 2017 en sneri tómhent heim eftir að í ljós kom að ættleiðingarskjöl hennar voru fölsuð. Með þrotlausri vinnu, DNA prófum og góðri aðstoð fannst konan sem Ása hafði alla tíð talið að væri móðir hennar enda hafði hún afhent Ásu í réttarsal. Í ljós kom að hún var ekki móðir hennar heldur hafði hún verið fengin af barnamangara til að þykjast vera líffræðileg móðir hennar og skrifa undir skjöl sem tengdust ættleiðingunni. Síðar kom í ljós að konan var í raun móðir vinkonu Ásu, sem einnig hafði verið ættleidd til Íslands. Umfjöllunin var afar ítarleg og sýndi svart á hvítu hversu illa og óheiðarlega var staðið að ættleiðingum frá Sri Lanka á sínum tíma. Í framhaldinu fjölluðu allir helstu fjölmiðlar á Íslandi um málið. Umfjöllunin hratt einnig af stað umræðu um hlutverk og ábyrgð íslenskra yfirvalda og nokkrir einstaklingar sem voru ættleiddir frá Sri Lanka á sínum tíma íhuga nú málsókn á hendur íslenskra ríkinu.

Okkar eigið Ísland

Okkar eigið Ísland Í þessum þáttum ferðast þau Garpur Elísabetarson og Rakel María Hjaltadóttir vítt og breitt um Ísland og lenda í ýmsum ævintýrum. Áhorfendur fá að upplifa með þeim náttúru Íslands og kynnast landinu síu betur.

Krakkakviss

krakkakviss Þátturinn er léttari útgáfa af spurningaþáttunum Kviss og keppa börn á aldrinum 10-12 ára. Þátturinn er vinsæll og yfir 700 börn af öllu landinu sækja um þátttöku á hverju ári.

Hvítatá

Hvítatá Fyrsta íslenska teiknimyndaserían sem Stöð 2 framleiðir og er ætluð börnum á aldrinum tveggja til fjögurra ára. Við stefnum á að halda áfram á þeirri vegferð að framleiða teknimyndir fyrir börn.

RAX - Augnablik

rax Heimildarþættir um ljósmyndir okkar þekktasta ljósmyndara, Ragnars Axelssonar. Við fjöllum um augnablik í lífi RAX sem hefur ljósmyndað helsti viðburði í sögu þjóðarinnar og veitir þannig einstaka innsýn í sögulega atburði.

Um land allt

pIPMMFv1SHc6scCN Í þáttunum Um land allt, sem telja orðið vel á annað hundrað, ferðast Kristján Már Unnarsson um landið og nær tali af áhugaverði fólki og segir frá skemmtilegu og fjölbreyttu menningarlífi á landsbyggðinni.

Miðjan

iQguPIXmW3bFdxcU Sjónvarpsþættirnir Miðjan er dramatísk leikin sería og er frumraun nokkurra nýútskrifaðra ungra kvikmyndagerðarmanna úr Borgarholtsskóla. Þættirnir fjalla um ungt fólk á framhaldsskólaaldri sem þurfa að kljást við atvik sem hafa áhrif á líf þeirra.

Þáttur samstarfs

Festa

Sýn er aðili að Festu, miðstöð um samfélagslega ábyrgð, og var eitt af 102 íslenskum fyrirtækjum sem skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu fyrirtækja og stofnana um markmið í loftslagsmálum í nóvember 2015. Þau miðast að því að draga úr mengun og hafa þannig jákvæð áhrif á vistspor okkar.

Tónlistasjóður Stöðvar 2 og Bylgjunnar

Tónskáldasjóður Bylgjunnar og Stöðvar 2 í samvinnu við STEF úthlutaði í ár alls 6 milljónum til íslensks tónlistarfólks. Markmiðið með sjóðnum er að styrkja tónskáld og textahöfunda til nýsköpunar.

Eitt af meginmarkmiðum miðla Stöðvar 2 og Bylgjunnar er að efla þáttagerð í útvarpi og sjónvarpi þar sem íslensk tónlist er í öndvegi og með stuðningi við íslenskt tónlistarfólk. Með þessum hætti eflum við og auðgum íslenska menningu sem og fjölmiðlastarfsemi.

Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf

Í nóvember stóð Stöð 2 fyrir sérstökum söfnunarþætti fyrir kvennaathvarfið með það að markmið að safna fyrir stærra og hentugra húsnæði. Yfir 700 konur leita árlega til Kvennaathvarfsins í leit að ráðgjöf og öruggu skjóli. Í þættinum var rætt við starfskonur athvarfsins og konur með reynslu af ofbeldi í nánu sambandi.

Vodafone og Landsbjörg

Vodafone hefur verið einn af aðalbakhjörlum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í 13 ár og endurnýjaði samstarfssamning við félagið á vormánuðum. Samstarfið hefur reynst okkur vel í gegnum árin þar sem félögin hafa í sameiningu unnið að því að bæta fjarskiptasamband á svæðum víða um land. Með áframhaldandi samstarfi sjáum við til þess að starfsfólk og björgunarsveitir landsins hafi aðgang að bestu mögulegu fjarskiptaþjónustu og leggjum okkar lóð á vogaskálarnar þegar kemur að björgunaraðgerðum, leit og slysavörnum hér á landi.  

Vodafone og KSÍ

Vodafone er einn af stærstu bakhjörlum Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) en félögin eiga það sameiginlegt að vilja auka áhuga á knattspyrnu, styðja við starfsemi landsliða karla og kvenna og efla grasrótarstarf um land allt. Vodafone annast meðal annars fjarskiptaþjónustu KSÍ og veitir sambandinu tæknilega aðstoð. Þetta á meðal annars við á ferðalögum landsliðanna erlendis og tryggði félagið að stelpurnar okkar voru í öflugu og góðu sambandi á EM 2022.

Vodafone og RÍSÍ

Vodafone er bakhjarl RÍSÍ sem leitast við að styðja við grasrótarstarf á sviði rafíþrótta á Íslandi og samstarfi við stjórnvöld, foreldra og kennara þegar kemur að málefnum rafíþrótta á landinu. Vodafone hefur síðustu misseri tekið virkan þátt í ýmiss konar viðburðum tengdum rafíþróttum og stutt við dagskrárgerð Stöðvar 2 eSports.

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.