Rekstur

Rekstraryfirlit 2022

Samkvæmt rekstrarreikningi námu tekjur samstæðunnar af seldum vörum og þjónustu 22.983 m.kr. samanborið við 21.765 m.kr. á árinu 2021, sem er aukning um 6%. Helstu ástæður aukningar í tekjum á milli ára eru hærri farsímatekjur, þar sem reiki og IOT spila stórt hlutverk, ásamt aukningu í áskriftar- og auglýsingatekjum. Framlegð félagsins á árinu 2022 var 34,9% á móti 32,6% á árinu 2021. Framlegð hækkar á milli ára vegna betri nýtingar á fastafjármunum félagsins og breyttri vörusamsetningu. Rekstrarkostnaður helst nánast óbreyttur á milli ára.

Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði var 1.592 m.kr. samanborið við 3.286 m.kr. árið áður, en ef leiðrétt er fyrir söluhagnaði vegna sölu óvirkra farsímainnviða árið 2021 þá er rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði um 858 m.kr. hærri árið 2022 en árið 2021.

Hagnaður ársins var 888 m.kr. samanborið við hagnað upp á 2.100 m.kr. árið áður. Innifalið í hagnaði ársins 2021 var 2.552 m.kr. hagnaður fyrir skatta vegna innviðasölu. Þýðingarmunur af dótturfélaginu Endor ehf. er færður yfir eigið fé og var heildarafkoma ársins 889 millj. kr. Rekstur félagsins heldur því áfram að styrkjast.

Heildartekjur

Loading...

Skipting tekjustrauma

EBITDA

Loading...
Ársreikningur 2022

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.