Árið 2022

Hagsmunaðilar

Það er stefna Sýnar hf. að eiga í opnum og gagnsæjum samskiptum við alla hagaðila félagsins og standa vörð um þær trúnaðarupplýsingar sem falla til í starfseminni. 

Sýn er hlutafélag skráð á aðalmarkað Nasdaq OMX Iceland. Upplýsingar um helstu eigendur þess er að finna hér.  Þá hefur félagið sett sér reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði fréttastofu, Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, auk þess sem miðlar félagsins starfa á grundvelli útgefinnar ritstjórnarstefnu. 

Hagaðilar Sýnar eru fjölmargir en hagaðilagreining félagsins var unnin af starfsfólki og stjórnendum Sýnar.

Hagaðilar Sýnar skiptast í innri og ytri hagaðila.

Meðal innri hagaðila Sýnar eru: starfsfólk, stjórnendur, hluthafar og yfirstjórn.

Meðal ytri hagaðila Sýnar eru: náttúran, viðskiptavinir, birgjar, þjónustuaðilar, samstarfsaðilar, dótturfélög, eftirlitsaðilar, aðrir fjölmiðlar, fyrirtæki, stofnanir, greiningaraðilar, félaga- og hagsmunasamtök, umhverfissamtök, yfirvöld og samkeppnisaðilar.

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.