Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.
Stefna í samfélagsábyrgð
Sýn hf. sýnir samfélagslega ábyrgð í verki með því að sinna hlutverki sínu sem fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtæki af fagmennsku og ábyrgð. Félagið leggur megináherslu á að stuðla að nýsköpun og framþróun fyrirtækisins með sjálfbærni og hagsmuni hagaðila í fyrirrúmi.
Meginstoðir samfélagsábyrgðar félagsins eru þrjár: Hlítni, sjálfbærni og sameiginlegt virði. Undir hlítni falla lög, reglur, staðlar og vottanir, undir sjálfbærni falla mannauður, umhverfi, virðiskeðja og efnahagur og undir sameiginlegt virði falla nýsköpun, öryggi og innviðir og samskipti og fræðsla. Sýn hefur sett skýr markmið í umhverfis- og loftslagsmálum sem eru til þess fallin að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og hafa þannig jákvæð áhrif á vistspor félagsins. Sýn hf. hefur skrifað undir loftslagsyfirlýsingu FESTU og Reykjavíkurborgar um markmið og aðgerðir í loftslagsmálum.
Megináherslur Sýnar hf. á sviði sjálfbærni er að auka verðmætasköpun innan sem utan félagsins og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum starfseminnar. Stjórn og stjórnendur leggja höfuðáherslu á að hún sé í samræmi við alþjóðamælikvarða á sviði sjálfbærniupplýsingagjafar og meginmarkmiða félagsins til framtíðar. Félagið styður við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og hefur hafið innleiðingu á sjálfbærnistaðlinum Global Reporting Initiative (GRI) þar sem horft er til hagsmuna lykil hagaðila. Stjórn og stjórnendur bera ábyrgð á innleiðingu sjálfbærnistaðalsins og skuldbindur félagið sig að miðla upplýsingum um starfsemina og starfshætti eftir meginviðmiðum GRI sjálfbærnistaðalsins og gefur út árlega sameiginlega árs- og sjálfbærniskýrslu.
Jafnrétti kynjanna
Hvatningarverðlaun jafnréttismála, jafnlaunavottun, jafnréttis- og mannréttindastefna, jafnréttisáætlun Sýnar og jafnlaunastaðallinn ÍST 85:2012 stuðlar að eftirfylgni við heimsmarkmið númer 5.
Góð atvinna og hagvöxtur
Vottun í góðum stjórnarháttum, UFS leiðbeiningar Nasdaq, upplýsingaöryggisstaðalinn ISO 27001, stefna um mútur og peningaþvætti (byggð á stefnu Vodafone Group), jafnréttis- og mannréttindastefna, öryggis-, heilbrigðis- og vinnuumhverfisstefna, birgja- og innkaupastefna og samstarf með Almannavörnum og Neyðaröryggisfjarskiptum vegna ófyrirséðar náttúruvár stuðlar að eftirfylgni við heimsmarkmið númer 8.
Nýsköpun og uppbygging
Áhersla á stuðning við nýsköpun, framþróun og sjálfbærni á sviði stafrænnar uppbyggingar tengt fjarskiptum og fjölmiðlum, fjárfesting í tækninýjungum, rannsóknum og þróun er varðar örugga, trygga og sjálfbærari uppbyggingu fjarskiptainnviða ásamt netvöktun og fræðslu í samstarfi við Cert-IS netöryggissveit Fjarskiptastofnunar stuðlar að eftirfylgni við heimsmarkmið númer 9.
Ábyrg neysla og framleiðsla
Upplýsingaöryggisstaðalinn ISO 27001, gæðastefna, innleiðing á umhverfismarkmiðum byggt á sjálfbærnistaðlinum Global Reporting Initiative (GRI), árleg sjálbærniskýrsla byggt á viðmiðum GRI og birgja- og innkaupastefna Sýnar stuðlar að eftirfylgni við heimsmarkmið númer 12.
Aðgerðir í loftslagsmálum
Aðgerðaáætlun, innleiðing á umhverfismarkmiðum byggt á sjálfbærnistaðlinum Global Reporting Initiative (GRI), Loftslagssamningur Festu og Reykjavíkurborgar, umhverfis- og sjálbærnifræðsla til starfsfólks og birgja- og innkaupastefna Sýnar stuðlar að eftirfylgni við heimsmarkmið númer 13.