Janúar
Vilhelm verðlaunaður
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, hlaut verðlaun Blaðaljósmyndarafélags Íslands árið 2022 í tveimur flokkum. Var hann hvortveggja verðlaunaður fyrir mynd ársins og fréttamynd ársins. Mynd ársins var af eldgosinu í Geldingadölum og þótti fanga stemningu ársins í heild. „Áhugaverð, sterk og frumleg mynd af einu stærsta fréttamáli krefjandi árs. Sjónarhornið er frábært, formið óvænt og sérlega flott auk þess sem vinnslan hæfir myndinni afar vel,“ segir í umsögn dómnefndar
Febrúar
Ævintýraheimur barna
Ævintýraheimur barna var búin til í streymisveitu Stöð 2+ og inniheldur mikið magn af íslensku talsettu barnaefni frá öllum landssvæðum. Við leggjum mikla áherslu á vandað gæðaefni fyrir börn sem skilar sér í afburða þýðingum og talsetningum. Fjölmiðlanir telja að þessi vinnubrögð sé gríðarlega mikilvæg í ásetningi þjóðarinnar að viðhalda íslenskri tungu.
Mars
Hlustendaverðlaun 2022
Hlustendaverðlaunin 2022 voru haldin í níunda skipti. Útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 standa í sameiningu að Hlustendaverðlaununum. Markmiðið er að gefa íslenskum útvarpshlustendum og tónlistarunnendum tækifæri að velja og verðlauna íslenskt tónlistarfólk.
Mars
Blaðamannaverðlaunin
Fréttastofa Stöðvar 2 hlaut Blaðamannaverðlaunin fyrir umfjöllun sína um lífslokameðferð og einnig fyrir umfjöllun um barnaheimilið á Hjalteyri.
Mars
Landsbyggðin betur tengd
Í mars fórum við af stað með stórt verkefni sem gekk út á það að kynna 5G þjónustu okkar um allt land. Starfsmenn Vodafone heimsóttu Grundafjörð og fengu frábærar móttökur.
Apríl
Heimsins mikilvægasta kvöld UNICEF 
Vodafone tók þátt í skemmti- og söfnunarþætti UNICEF sem sjónvarpað var á RÚV 3. apríl 2022. Rúmlega 2000 símtöl bárust þættinum og 1500 nýir heimsforeldrar bættust við, einnig hækkuðu margir framlög sín og/eða gáfu staka styrki.   
Maí
Met í áskriftum að Stöð 2 Sport
Í maí var slegið nýtt met á áskriftum Stöð 2 Sport þar sem íslenskar boltaíþróttir kvenna og karla náðu hápunkti með úrslitakeppnum. Stærsta útsending Stöðvar 2 Sports á árinu var viðureign Vals og Tindastóls í lokaúrslitum Íslandsmót karla í körfubolta. Útsendingin hlaut metáhorf og vakti leikurinn slíka athygli hjá íslensku þjóðinni að annað eins hefur ekki sést í íslenskum körfubolta.
Maí
Samstarf með Neyðarlínunni
Samstarf Neyðarlínunnar og farsímafyrirtækjanna kynnt var kynnt. Um er að ræða mikilvægt og tímabært verkefni þar sem viðeigandi aðilar hafa tekið höndum saman um tryggja gott farsímasamband á fáförnum og afskekktum stöðum á Íslands. Þetta skapar aukið öryggi þar sem víðar verður hægt að ná sambandi við neyðarnúmerið 112 sem og önnur símanúmer
Maí
Vodafone og Landsbjörg endurnýjuðu samning
Vodafone kynnti með stolti áframhaldandi samstarfs- og fjarskiptasamning við Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Vodafone hefur verið samstarfsaðili Landsbjargar frá árinu 2009 verður engin breyting á því næstu árin.
Júní
Sögur - verðlaunahátíð barnanna
Verk Stöðvar 2 fengu fjölda tilnefninga á þessari merku hátíð þar sem börn velja sína uppáhalds sjónvarpsþætti. Þættir Stöðvar 2 sem hlutu tilnefningar voru Æði, Stóra sviðið og Kviss og Eva Laufey hlaut svo verðlaun sem sjónvarpsstjarna ársins.
Júní
Color Run 
Þann 5. júní 2022 var litríkasta hlaup ársins loksins haldið á ný eftir tveggja ára hlé og litaglaðir hlauparar á öllum aldri fjölmenntu í Laugardalinn . Rauði liturinn var heldur betur áberandi á viðburðinum en Vodafone er stoltur styrktaraðili hlaupsins og var gleðin við völd þegar litrík teymi og þátttakendur máluðu Laugardalinn rauðan.  
Júní
Bylgjulestin
Bylgjulestin ferðast björt og brosandi um landið síðasta sumar og var í beinni útsendingu á hverjum laugardegi frá landbyggðinni. Mikil fjör og gleði á hverjum vettvangi og náðum við að tengjast hlustendum okkar vísvegar um landið. Með þessu ferðalagi fjölluðum við um bæjarfélögin sem við heimsóttum og fólkið sem þar býr.
Júlí
Vodafone á flakki um landið
Síðastliðið sumar var Vodafone vagninn á flakki um land allt í slagtogi við Bylgjulestina. Vodafone kynnti sig og sína þjónustu á þessum ferðum og voru móttökur almennings frábærar. Sjáumst næsta sumar!
Ágúst
Þjóðhátíð 2022
FM957 tók yfir þjóðhátíð með frábærum viðburðum, útsendingu og skemmtun á sviðinu. Allar listamenn sem koma fram á hátíðinni eru vel kynntir á útvarpsstöðvum fjölmiðla Sýnar og er FM957 stór partur af hátíðinni í Vestmannaeyjum. Þjóðhátíð 2022 var eftirminnileg og einstaklega vel heppnuð.
Ágúst
Golfmót Akureyri
Það var mjög góð stemning á golfmóti fyrirtækjasviðs Vodafone sem haldið var á Jaðarsvelli Akureyri í ágúst 2022.
Ágúst
Fögnum fjölbreytileikanum!
Við fögnum fjölbreytileikanum og gefum málstaðnum byr undir báða vængi, bæði út á við, sem og inn á við gagnvart starfsfólkinu okkar, sem er eins og annars staðar, alls konar.
Ágúst
Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum
Á haustmánuðum fékk Sýn viðurkenningu fyrir að vera leiðandi fyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Þessi viðurkenning er fyrst og fremst veitt til þess að ýta undir umræður og aðgerðir sem efla góða stjórnarhætti og auka trúverðugleika og gagnsæi stjórnarhátta gagnvart hluthöfum og öðrum hagsmunaaðilum. Páll Ásgrímsson, aðallögfræðingur okkar tók á móti viðurkenningunni.
Ágúst
Menningarnótt - Þrennir tónleikar
Útvarpsstöðvar fjölmiðlana héldu upp fjörinu á Menningarnótt í Reykjavík og héldu þrenna tónleika á þremur mismunandi stöðum. Eitthvað fyrir alla á menningarlegum degi.
September
Evrópskt gæðaefni
Steymisveitan okkar Stöð 2+ hefur stækkað og með því hefur alþjóðlegt gæðaefni bæst í flóruna frá samstarfsaðila okkar Kritic sem sérhæfir sig í vönduðu evrópsku sjónvarpsefni. Streymisveitan Stöð 2+ endurspeglar fjölbreytileika sem við viljum bjóða áskrifendum okkar í meira mæli.
September
Endor samstarfsaðili ársins
Endor fékk verðlaun sem samstarfsaðili ársins hjá Nutanix. Endor hefur frá upphafi kappkostað að koma með nýja tækni og lausnir fyrir íslenskan markað og hefur samstarf með Nutanix verið mjög gott enda báðir aðilar með sömu sýn, að stuðla að nýsköpun og ná árangri með sínum viðskiptavinum.
September
Nýjasta Eplið mætti með læti!
Við fögnuðum komu iPhone 14 og var „epladagurinn“ haldinn hátíðlegur hjá okkur í verslunum Vodafone og innanhúss þar sem við buðum upp á epla-muffins og auðvitað epli.
September
Idol tökur
Tónlistarveislan Idol hófst í ágúst. Idol gefur ungu fólki tækifæri og vettvang til að þroska söngrödd sína og vekja athygli á hæfileikum sínum. Við vinnslu þáttanna fá keppendur faglega ráðgjöf frá helsta tónlistarfólki landsins, kennslu í söng og sviðsframkomu og vinna náið með hljómsveit sem er skipuð mörgum af bestu tónlistarmönnum landsins. Áheyrnarprufur fóru fram í höfuðstöðvum Sýnar í september.
September
17 tilnefningar á Eddunni
Stöð 2 fékk 17 tilnefningar til Edduverðlaunanna og hlaut tvenn verðlaun. Þáttaröðin Tónlistarmennirnir okkar fékk verðlaun sem Menningarþáttur ársins og Víkingar: Fullkomnir endir, hlaut verðlaun sem Íþróttaefni ársins. Stöð 2 er einstaklega stolt af fagfólkinu hjá fyrirtækinu og því frábæra efni sem það framleiðir.
Október
Björgun 2022
Vodafone var með á Björgun EXPO í október og kynnti þjónustu sína. Sjálfboðaliðar Landsbjargar alls staðar af landinu voru þar samankomnir ásamt öðrum viðbragðsaðilum, öll með það markmið að deila þekkingu og læra hvort af öðru.
Október
Við erum vinir Rauða Krossins 
Þann 7. október 2022 tók Vodafone þátt í söfnunarþætti Rauða Krossins, Verum vinir, sem sýndur var í beinni útsendingu á RÚV. Í þættinum bættust 1800 Mannvinir í hópinn og tæplega 400 einstaklingar og fyrirtæki gáfu staka styrki, alls 27 milljónir.
Október
Heimsókn frá Vodafone Group
Félagið fékk ánægjulega heimsókn frá Vodafone Group í október. Tilgangur heimsóknarinnar var að efla samstarfið, ræða stefnu og sameiginleg markmið til framtíðar. Við hlökkum til að vinna áfram þétt saman og njóta þekkingar og ráðlegginga frá sérfræðingum Vodafone Group út um allan heim.
Október
Bleiki dagurinn
Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum og héldum við bleika daginn hátíðlegan hér í húsi.
Október
Idol árshátíð
Í október 2022 var árshátíð starfsfólks Sýnar haldin með pompi og prakt. Í ljósi þess að Idol gekk í endurnýjun lífdaga á árinu var ákveðið að þema árshátíðarinnar yrði Idol. Árshátíðin heppnaðist stórvel og starfsfólk skemmti sér konunglega.
Desember
Met í Stöðvar 2+ áskrifendum
Í desember sló streymisveita okkar, Stöð 2+ nýtt met en þá voru 45 þúsund heimili komin með áskrift að stöðinni. Stöð 2+ hefur á árinu aukið verulega við úrval sitt, bæði af vönduðu íslensku sjónvarps- og barnaefni og sömuleiðis evrópsku og alþjóðlegu gæðaefni.

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.